Nokia N79 - Úrræðaleit

background image

Úrræðaleit

Á www.nokia.com/support má sjá svör við algengum

spurningum frá notendum tækisins.

Spurning: Hvert er lykilorðið mitt fyrir

læsingar-, PIN- eða PUK-númerin?

Svar: Sjálfgefinn læsingarkóði er 12345. Hafðu

samband við söluaðilann ef þú gleymir

læsingarnúmerinu. Ef PIN- eða PUK-númer gleymist

eða ef ekki hefur verið tekið við slíku númeri skal hafa

samband við þjónustuveituna. Upplýsingar um lykilorð

fást hjá aðgangsstaðaþjónustu, t.d. netþjónustuveitu

eða símafyrirtæki.

Spurning: Hvernig loka ég forriti sem er frosið,

þ.e. svarar ekki?

Svar: Haltu inni

. Forriti er lokað með því að velja

það og ýta á C. Ekki er slökkt á tónlistarspilaranum

þegar ýtt er á C. Til að slökkva á tónlistaspilaranum

velurðu hann af listanum og svo

Valkostir

>

Hætta

.

Spurning: Af hverju virðast myndir vera

óskýrar?

Svar: Gakktu úr skugga um að hlífðargler

myndavélarlinsunnar séu hrein.

Spurning: Hvers vegna sjást daufir, upplitaðir

eða skærir punktar á skjánum í hvert skipti sem

ég kveiki á tækinu?

Svar: Þetta er einkennandi fyrir þessa gerð skjáa. Á

sumum skjáum geta verið dílar eða punktar sem lýsa

annaðhvort stöðugt eða alls ekki. Hér er ekki um að

ræða galla heldur eðlilegan hlut.

Spurning: Af hverju getur tækið mitt ekki komið

á GPS-tengingu?

Svar: Nánari upplýsingar um GPS, GPS-móttakara,

merki gervitungla og staðsetningarupplýsingar er að

finna í þessari notendahandbók.

Sjá „Staðsetning

(GPS)“, bls. 47.

Spurning: Af hverju finn ég ekki tæki vinar míns

þegar ég nota Bluetooth?

Svar: Gakktu úr skugga um að tækin séu samhæf, að

kveikt sé á Bluetooth og tækin séu sýnileg. Gakktu

einnig úr skugga um að fjarlægðin á milli tækjanna

tveggja sé ekki meiri en 10 metrar (33 fet) og að ekki

séu veggir eða aðrar hindranir á milli þeirra.

Spurning: Af hverju get ég ekki slitið Bluetooth-

tengingu?

Svar: Ef annað tæki er tengt við tækið þitt getur þú

slitið tengingunni í hinu tækinu eða slökkt á Bluetooth-

164

Úrræðaleit

background image

tengingunni í tækinu þínu. Ýttu á

og veldu

Verkfæri

>

Bluetooth

>

Bluetooth

>

Slökkt

.

Spurning: Af hverju birtast skrárnar sem ég hef

vistað í tækinu mínu ekki á heimakerfinu?

Svar: Gakktu úr skugga um að þú hafir stillt

heimakerfið, að kveikt sé á samnýtingu efnis í tækinu

þínu og að hitt tækið sé UPnP-samhæft.

Spurning: Hvað á ég að gera ef tengingin við

heimakerfið mitt hættir að virka?

Svar: Slíttu þráðlausu staðarnetstengingunni í

samhæfu tölvunni og tækinu og tengdu svo aftur. Ef

það nægir ekki skalt ræsa tölvuna og tækið á ný. Ef ekki

tekst enn að koma á tengingu skaltu setja þráðlausu

staðarnetsstillingarnar aftur upp í tölvunni og tækinu.

Sjá „Þráðlaust staðarnet“, bls. 35.Sjá

„Tengistillingar“, bls. 158.

Spurning: Hvers vegna sé ég samhæfu tölvuna

mína ekki í tækinu á heimakerfinu?

Svar: Ef þú ert með eldvegg í tölvunni skaltu gæta þess

að hann leyfi Home Media Server að nota ytri

tenginguna (hægt er að bæta Home Media Server á

undantekningalista eldveggsins). Gættu þess á

stillingum eldveggsins að forritið leyfi flutning til

eftirfarandi gátta: 1900, 49152, 49153 og 49154. Sum

tæki með aðgangsstað fyrir þráðlaust staðarnet eru

með innbyggðan eldvegg. Þá skal gæta þess að

eldveggurinn í tækinu hindri ekki flutning til

eftirfarandi gátta: 1900, 49152, 49153 og 49154.

Gakktu úr skugga um að stillingar þráðlausa

staðarnetsins séu eins í tækinu og samhæfu tölvunni.

Spurning: Hvers vegna get ég ekki séð

aðgangsstað fyrir þráðlaust staðarnet þó svo ég

viti að ég er innan móttökusvæðis hans?

Svar: Verið getur að aðgangsstaðurinn noti falinn SSID-

kóða. Þú getur aðeins fengið aðgang að netkerfum sem

nota falinn SSID-kóða ef þú veist kóðann og hefur búið

til internetaðgangsstað fyrir þráðlausa staðarnetið í

Nokia-tækinu þínu.

Spurning: Hvernig slekk ég á þráðlausu

staðarneti í Nokia tækinu mínu?

Svar: Tengingu við þráðlausa staðarnetið er slitið

þegar þú ert ekki tengd/urr eða ert að reyna að tengjast

við annan aðgangsstað eða að leita að tiltæku netkerfi.

Til að draga enn frekar úr rafhlöðueyðslu er hægt að

stilla Nokia-tækið þannig að það leiti ekki eða leiti

sjaldnar að tiltækum netkerfum í bakgrunni. Tengingu

við þráðlausa staðarnetið er slitið milli þess sem leit fer

fram í bakgrunni.
Gerðu eftirfarandi til að breyta stillingum fyrir

bakgrunnsleit:

1.

Ýttu á

og veldu

Verkfæri

>

Stillingar

>

Tenging

>

Þráðl. staðarnet

.

2.

Tíðni bakgrunnsleita er aukin með því að velja

Leitað að staðarnetum

. Til að stöðva leit í

165

Úrræðaleit

background image

bakgrunni skaltu velja

Sýna vísi staðarneta

>

Aldrei

.

3.

Breytingarnar eru vistaðar með því að velja

Til

baka

.

Þegar

Sýna vísi staðarneta

er stillt á

Aldrei

birtist

táknið fyrir tiltæk þráðlaus staðarnet ekki í

biðstöðu. Þó er hægt að leita handvirkt að tiltækum

þráðlausum staðarnetum og tengjast þeim eins og

vanalega.

Spurning: Hvernig get ég vistað gögnin áður en

ég eyði þeim?

Svar: Til að vista gögn skal nota Nokia Nseries PC Suite

til að samstilla við eða til að búa til öryggisafrit af öllum

gögnum og setja það á samhæfa tölvu. Einnig er hægt

að senda gögn með Bluetooth-tengingu í samhæft

tæki. Einnig er hægt að vista gögn á samhæfu

minniskorti.

Spurning: Hvað geri ég ef minnið er fullt?

Svar: Eyddu efni úr minni tækisins eða úr

gagnageymslunni. Ef

Ekki nægilegt minni fyrir

aðgerð. Eyða þarf einhv. gögnum fyrst.

eða

Lítið

minni eftir. Eyddu einhverjum gögnum úr minni

símans.

birtist á skjánum þegar þú eyðir mörgum

atriðum í einu skaltu eyða einu atriði í einu og byrja á

þeim minnstu.

Sjá „Laust minni“, bls. 19.

Spurning: Af hverju get ég ekki valið tengilið

fyrir skilaboðin mín?

Svar: Tengiliðaspjaldið inniheldur hvorki símanúmer,

vistfang né tölvupóstfang. Ýttu á

, veldu

Tengiliðir

og viðeigandi tengilið, og breyttu

tengiliðaspjaldinu.

Spurning: Hvernig get ég slitið gagnatengingu

þegar tækið kemur henni alltaf á aftur?

Svar: Tækið kann að vera að reyna að sækja

margmiðlunarskilaboð frá skilaboðastöðinni. Til að

hindra tækið í að koma á gagnatengingu skaltu ýta á

og velja

Skilaboð

>

Valkostir

>

Stillingar

>

Margmiðlunarboð

>

Móttaka margmiðl.

og

Handvirkt val

ef margmiðlunarboðastöðin á að vista

skilaboð sem verða sótt síðar, eða

Óvirk

til að hundsa

öll margmiðlunarboð sem berast. Ef þú velur

Handvirkt val

mun berast tilkynning þegar ný

skilaboð bíða þín á skilaboðastöðinni. Ef þú velur

Óvirk

kemur tækið aldrei á tengingu við farsímakerfið

vegna margmiðlunarskilaboða. Til að stilla tækið

þannig að það noti aðeins pakkagagnatengingu, ef þú

ræsir forrit eða aðgerð sem þarfnast hennar, skaltu ýta

á

og velja

Verkfæri

>

Stillingar

>

Tenging

>

Pakkagögn

>

Pakkagagnatenging

>

Ef með

þarf

. Ef það dugar ekki skaltu endurræsa tækið.

166

Úrræðaleit

background image

Spurning: Af hverju á ég í vandræðum með að

tengja tækið við tölvuna mína?

Svar: Gakktu úr skugga um að þú sért með nýjustu

útgáfuna af Nokia Nseries PC Suite og að hún sé uppsett

og virk á tölvunni þinni. Til að sjá nánari upplýsingar

um notkun Nokia Nseries PC Suite skaltu skoða

hjálparvalmyndina í Nokia Nseries PC Suite eða

þjónustusíður Nokia.

Spurning: Get ég notað tækið sem faxmótald

með samhæfri tölvu?

Svar: Þú getur ekki notað tækið sem faxmótald. Með

því að nota símtalsflutning (sérþjónusta) getur þú hins

vegar beint mótteknum símbréfssendingum í

faxnúmer.

167

Úrræðaleit