Ábendingar um hvernig á að taka
góðar myndir
Myndgæði
Notaðu viðeigandi myndgæði. Myndavélin er með
nokkrar stillingar fyrir myndgæði. Notaðu hæstu
stillinguna til að myndgæðin verði eins og þau best
geta orðið. Hafðu þó í huga að mestu myndgæðin taka
mest geymslupláss. Hugsanlega verður að nota
minnstu gæðin fyrir margmiðlunarskilaboð (MMS) og
tölvupóstviðhengi. Hægt er að velja gæðin í stillingum
myndavélarinnar.
Sjá „Stillingar fyrir
kyrrmyndir“, bls. 81.
Bakgrunnur
Notaðu einfaldan bakgrunn. Þegar teknar eru
andlitsmyndir eða aðrar myndir af fólki skal forðast að
stilla myndefninu upp fyrir framan óreiðukenndan og
flókinn bakgrunn sem dreifir athyglinni. Færðu
myndavélina, eða myndefnið, ef þessum skilyrðum er
ekki fullnægt. Færðu myndavélina nær myndefninu til
að myndin verði skýrari.
Dýpt
Þegar landslagsmyndir eru teknar má auka dýpt
myndanna með því að stilla hlutum upp í forgrunni. Ef
þessir hlutir eru of nálægt myndavélinni getur myndin
þó orðið óskýr.
Birtuskilyrði
78
Myndavél
Breytingar á ljósgjafa, birtumagni og áttinni sem ljósið
kemur úr geta gerbreytt ljósmyndum. Hér eru nokkur
dæmi um algeng birtuskilyrði:
●
Ljósgjafinn er fyrir aftan myndefnið. Forðast skal að
stilla myndefni upp fyrir framan sterkt ljós. Ef
ljósgjafinn er fyrir aftan myndefnið eða sést á
skjánum mun myndin koma til með að hafa mjög
veik birtuskil og verða of dökk, auk annarra
óæskilegra áhrifa.
●
Birtan er til hliðar við myndefnið. Sterkt hliðarljós
getur bætt við dramatískum áhrifum en því má ekki
ofgera og þannig valda of miklum birtuskilum.
●
Ljósgjafinn er fyrir framan myndefnið. Sterkt
sólarljós hefur þau áhrif að fólk pírir augun. Ljósið
getur einnig valdið of miklum birtuskilum.
●
Ákjósanleg birtuskilyrði eru þegar nóg er af dreifðri,
mjúkri birtu, líkt og á björtum og hálfskýjuðum degi
eða sólríkum degi í skugga trjáa.