Niðurhal og kaup á hlutum
Hægt er að hlaða niður hlutum eins og hringitónum,
myndum, skjátáknum símafyrirtækis, þemum og
myndskeiðum. Sumir þessara hluta eru ókeypis en
aðrir eru til sölu. Hlutir sem hlaðið er niður eru
meðhöndlaðir af viðeigandi forritum tækisins. T.d. er
hægt að vista ljósmynd, sem hlaðið hefur verið niður,
í Myndum.
Mikilvægt: Aðeins skal setja upp og nota forrit
og annan hugbúnað frá traustum aðilum, t.d. forrit
með Symbian Signed eða forrit sem hafa verið prófuð
með Java Verified.
Hlut hlaðið niður:
1.
Veldu tengilinn.
2.
Veldu viðeigandi valkost til að kaupa hlutinn (t.d.
Buy).
3.
Lestu vandlega allar upplýsingar.
4.
Til að halda áfram eða hætta við niðurhal skaltu
velja viðeigandi valkost (t.d. Accept eða Cancel).
Þegar byrjað er að hlaða niður efni birtist listi yfir það
sem er í gangi hverju sinni og það sem búið er að hlaða
niður.
Til að breyta listanum skaltu velja
Valkostir
>
Niðurhal
. Þú finnur hluti á listanum og velur
Valkostir
til að hætta við að hlaða niður, eða til að
opna, vista eða eyða efni sem búið er að hlaða niður.