Venjulegur innsláttur texta
Ýttu endurtekið á einhvern takka (1–9) þar til stafurinn
sem þú vilt fá fram birtist. Hver takki inniheldur fleiri
stafi en þá sem eru prentaðir á hann.
Ef næsti stafur er á sama takka og stafurinn sem þú
varst að slá inn skaltu bíða þar til bendillinn birtist (eða
fletta til hægri ef þú vilt ekki bíða) og slá svo inn stafinn.
Bil er sett inn með því að ýta á 0. Ýttu þrisvar sinnum
á 0 ef þú vilt færa bendilinn í næstu línu.