Símtalsstillingar
Ýttu á
og veldu
Verkfæri
>
Stillingar
>
Sími
>
Símtöl
.
●
Senda mitt númer
— Þú getur valið að leyfa þeim
sem þú hringir í að sjá símanúmerið þitt (
Já
) eða að
leyfa það ekki (
Nei
). Einnig kann símafyrirtækið þitt
eða þjónustuveita að velja aðra hvora stillinguna
fyrir þig þegar þú gerist áskrifandi (
Stillt af
símkerfi
) (sérþjónusta).
●
Birta símanúmerið mitt
— Þú getur stillt
nethringingarauðkennið þitt þannig að það birtist
eða birtist ekki þeim aðila sem þú hringir í.
●
Símtal í bið
— Til að hringitónn fylgi innhringingu
(sérþjónusta) á meðan þú ert að tala í símann skaltu
velja
Virkja
. Til að kanna hvort aðgerðin sé virk
skaltu velja
Athuga stöðu
.
●
Netsímtal í bið
— Veldu
Virkja
til að fá að vita af
nýju símtali á meðan þú ert að tala í símann.
●
Netsímtalstónn
— Veldu
Kveikt
til að hringitónn
fylgi innhringingu á netinu. Ef þú velur
Slökkt
er
slökkt á hringitóninum en þú færð tilkynningu um
ósvöruð símtöl.
●
Hafna símtali með skilab.
— Veldu
Já
til að senda
textaskilaboð til þess sem hringir í þig til að láta
hann vita af hverju þú getur ekki svarað símtalinu.
●
Texti skilaboða
— Skrifaðu textann sem á að senda
í skilaboðum þegar þú hafnar símtali.
156
Stillin
ga
r
●
Mynd í myndsímtali
— Ef tækið hefur verið stillt á
að senda ekki hreyfimynd í myndsímtölum er hægt
að velja kyrrmynd sem birtist þess í stað.
●
Sjálfvirkt endurval
— Veldu
Virkt
og þá gerir
tækið allt að tíu tilraunir til að ná sambandi ef það
tókst ekki í fyrstu tilraun. Ýttu á hætta-takkann til að
slökkva á sjálfvirka endurvalinu.
●
Sýna lengd símtala
— Veldu þessa stillingu ef þú
vilt að lengd símtals birtist meðan það fer fram.
●
Samantekt símtals
— Veldu þessa stillingu ef þú
vilt að lengd símtals birtist að því loknu.
●
Hraðval
— Veldu
Virkt
og þá er hægt að hringja í
númerin sem eru tengd við talnatakkana (2 til 9)
með því einu að halda tökkunum inni.
Sjá „Hringt á
fljótlegan hátt í símanúmer (hraðval)“, bls. 123.
●
Takkasvar
— Veldu
Virkt
og þá er hægt að svara
innhringingu með því að styðja á hvaða takka sem
er, nema rofann.
●
Lína í notkun
— Þessi stilling (sérþjónusta) sést
aðeins ef SIM-kortið styður tvær símalínur, þ.e. tvö
númer í áskrift. Veldu hvaða símalínu á að nota til
að hringja og senda textaskilaboð. Það er hægt að
svara símtölum á báðum línum, burtséð frá því hvor
línan hefur verið valin. Ef þú velur
Lína 2
en hefur
ekki gerst áskrifandi að þessari sérþjónustu geturðu
ekki hringt úr tækinu. Þegar lína 2 er valin birtist
þegar tækið er í biðstöðu.
●
Línuskipting
— Til að hindra að skipt sé á milli lína
(sérþjónusta) skaltu velja
Gera óvirka
ef SIM-kortið
styður það. Til að breyta þessari stillingu þarftu að
hafa PIN2-númerið.