Flýtivísar
Í stað þess að nota skruntakkann í valmyndum er hægt
að nota talnatakkana, # og * til að opna forritin á
fljótlegan hátt. Á aðalvalmyndinni ýtirðu til dæmis á
2 til að opna Skilaboð eða # til að opna forritið eða
möppuna á samsvarandi stað á valmyndinni.
Skipt er milli opinna forrita með því að halda
inni.
Keyrsla forrita í bakgrunni krefst aukinnar
rafhlöðuorku og minnkar líftíma rafhlöðunnar.
Til að skoða margmiðlunarefnið ýtirðu á
margmiðlunartakkann.
Til að koma á nettengingu (sérþjónusta) heldurðu 0
inni í biðstöðu.
Í mörgum forritum er ýtt á skruntakkann til að skoða
algengustu valkostina ( ).
Skipt er um snið með því að ýta á rofann og velja nýtt
snið.
Til að skipta á milli almenna og hljóðlausa sniðsins í
biðham, skaltu halda # inni.
Til að hringja í talhólfið (sérþjónusta) heldurðu 1 inni
í biðstöðu.
Ýttu á hringitakkann í biðstöðu til að opna lista yfir
númer sem hringt hefur verið í nýlega.
Haltu inni hægri valtakkanum í biðstöðu til að nota
raddskipanir.
Til að fjarlægja forrit af aðalvalmyndinni velurðu það
og ýtir á C . Ekki er hægt að fjarlægja öll forrit.